Hameedi Ventura er nýr bílaframleiðandi sem ætlar að hanna og þróa sportbíl sem eiga að geta keyrt í allskonar landslagi. Ekki eru komin drög af því hvernig bíllinn mun líta út og endurspeglar myndin ekki raunverulega bílinn.
Jamal Hameedi, einn af stofnendum fyrirtækisins, hefur mikla reynslu að baki í bíla smíðum en hann var í þrjá áratugi hjá Ford og hjálpaði m.a. að hanna F-150 Raptor. Hann hjálpaði einnig við að hanna og smíða Defender Octa og Defender tegundina sem mun taka þátt í Dakar rallý á næsta ári. Andreas Baenziger er hinn stofnandi fyrirtækisins, en hann er lúxus bíla sérfræðingur og er stjórnarmaður Cosworth, þekkt fyrir að hanna kraftmiklar vélar og rafeindatækni fyrir kappakstur. Með þeim er Maximilian Szwaj, verkfræðingur sem hefur mikla reynslu og leitt verkefni hjá Ferrari, Aston Martin og Lotus.
Takmarkaðar upplýsingar um verkefnið
Það eru mjög takmarkaðar upplýsingar um verkefnið og meira kemur í janúar samkvæmt eigendunum. Verkefnið mun eiga sér stað á Ítalíu í Emilia-Romagna héraðinu. Ástæðan fyrir því er þægilegt aðgengi að birgjum með nýjustu tæknina, margt sem kemur frá kappakstri, t.d. Formúlu 1. Hameedi talar um hvernig Group B (flokkur í Dakar rally sem hætti) bíll væri í dag ef að þróunin hefði haldið áfram. Þetta verður ekki Lancia Stratos eftirgerð, heldur á bíllinn að vera hversdagslegur lúxus bíll.
Þeirra hugmynd er að fólk þarf ekki að geyma sportbílinn inni í bílskúr yfir veturinn. Hönnun bílsins mun því höfða til hraðaksturs en einnig til þess að tækla erfiðara landslag en malbygg eða veðurfars aðstæður eins og snjó. Ekki er vitað nákvæmlega í hversu erfiðu landslag bíllinn getur keyrt.







