Toyota býður upp á Hilux í rafmagns útfærslu

Lestími: 2 mín

Toyota hefur tilkynnt að nýjunda kynslóð Hilux verður í boði sem rafmagnsbíll. Bílaframleiðandinn ætlar að leiða pallbílinn, sem hefur alltaf verið áreiðanlegur, inn í nýtt tímabil rafvæðingar. Margir eru eflaust að svitna núna en ekki hafa neinar áhyggjur, hægt verður að fá pallbílinn í bensín, dísel og hybrid V48 útfærslu.

Toyota viðurkennir að mismunandi þarfir viðskiptavina eða staðbundnar aðstæður verða ekki leystar með einni lausn. Neytendur geta því valið Hilux með þann orkugjafa sem hentar þeim og þeirra aðstæðum.

Framljósin og grillið gefa bílnum þetta ákveðna útlit

Nýja útfærslan af pallbílnum er með sterklega og ákveðna hönnun, tilbúinn í erfiðar torfærur, en það er einmitt það sem hönnunarteymi Toyota vildi fanga. Framljósin og grillið gefa bílnum þetta ákveðna útlit en á sama tíma glæsileika. Rafmagns útfærslan er með lokað grill á meðan dísel og bensín útfærslan er með svipað grill nema opið. Það er einnig búið að skipta Toyota merkinu og núna stendur TOYOTA með stórum stöfum, sem kemur furðulega vel út.

Innanrými bílsins tekur innblástur frá nýja Land Cruiser 250. Margmiðlunar skjárinn hefur fengið nýja lárétta hönnun og skjárinn er 12,3 tommur. Fjórhjóladrifið er á aðgengilegum stað fyrir ökumanninn. Í rafmagnsbílnum er einfalt, rafstýrð drifskipting sem kallast Shift-by-wire. Það er einnig hægt að tengjast bílnum með MyToyota appinu sem er hentugt fyrir ökumenn og farþega. 

Kraftmikill fram og aftur öxull

Rafmagnsbíllinn kemur með öflugri rafhlöðu. Toyota segir að rafhlaðan, sem er 59,2 kWH liþíum, sé hagræð fyrir hraða hleðslu. Það eru ekki komnar upplýsingar um hversu hraður hleðslu tíminn er. Einnig er kraftmikill fram og aftur öxull sem leyfir bílnum að vera stanslaust í fjórhjóladrifi. Bráðabirgðargögn benda til þess að bíllinn hefur 715 kg burðargetu og 1.600 kg dráttargetu, með akstursdrægni allt að 240 km samkvæmt WLTP prófunum. Þetta kemur frá Toyota en getur breyst. 

Við fyrstu kynni lítur nýja útfærslan af Hilux vel út. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig pallbíllinn fikrar sig áfram í rafmagns útfærslu.

Deila grein: