Gríðarleg tekjuaukning bílastæðafyrirtækjanna

Lestími: < 1 mín

Á síðustu þremur árum hafa bílastæðafyrirtækin Parka, Myparking, Green parking og Sannir landvættir margfaldað rekstrartekjur sínar. Þessi tekjuaukning er í réttu hlutfalli við mikla fjölgun gjaldskyldra bílastæða í þéttbýli og á ferðamannastöðum.

Tekjur Parka hafa þrefaldast

Í FÍB-blaðinu, sem dreift verður til félagsmanna 1. nóvember, kemur til dæmis fram að tekjur Parka hafa þrefaldast, úr 111 milljónum króna árið 2022 í 344 milljónir króna árið 2024.

Eitt þessara bílastæðafyrirtækja, Green parking, var ekki einu sinni til árið 2022. Árið 2024 voru rekstrartekjur þess 76 milljónir króna vegna innheimtu á bílastæðum Landspítalans og nokkurra bílastæða einkaaðila.

Bílastæðabraskið hefur breiðst út á mjög stuttum tíma

Í FÍB-blaðinu kemur fram hvernig bílastæðabraskið hefur breiðst út á mjög stuttum tíma. Eigendur og umráðamenn bílastæða fá sölumenn frá bílastæðafyrirtækjunum sem bjóða þeim að fara að græða á þessari „vannýttu auðlind“ án þess að uppsetning á gjaldtökubúnaði kosti krónu.

Deila grein: