Mikilvæg og óumflýjanleg breyting Mikilvæg og óumflýjanleg breyting

“Mikilvæg og óumflýjanleg breyting”

Lestími: < 1 mín

Kílómetragjald verður tekið upp innan skamms og er hugmyndin að það taki gildi um mitt þetta ár. Það sé í raun óumflýjanlegt og fyrirkomulagið verði kynnt í vikunni. Þetta kom fram í máli Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsmálaráðherra í viðtali á RÚV.

Ol­íu­gjald verður fellt niður og kíló­metra­gjald kem­ur í staðinn. Sam­bæri­leg áform voru uppi hjá fyrri rík­is­stjórn en ekki tókst að klára það mál fyr­ir kosn­ing­ar. Haft er eft­ir Daða að um sann­gjarna breyt­ingu sé að ræða og að hún sé raun­ar óumflýj­an­leg á allan akstur.

Frumvarp um kílómetragjald vegna rafmagns- og tengiltvinnbíla var samþykkt á Alþingi í lok árs 2023. Nú stendur til að taka upp kílómetragjald á allan akstur.

„Þetta er sambærileg breyting og var gerð varðandi rafbíla um áramótin 2023/2024, og felur í sér að olíugjaldið sem hefur verið lagt á eldsneyti fellur niður en í staðinn kemur kílómetragjald í samræmi við ekna kílómetra,“ segir Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra í samtalinu við RÚV.

Nýtt fyrirkomulag sé ekki ósvipað því sem áður hefur verið kynnt

Ekki tókst að afgreiða frumvarp um kílómetragjald á öll ökutæki á síðasta þingi en því var ætla að vega upp á móti tekjutapi ríkisins vegna rafvæðingar bílaflota landsmanna og áttu gjöldin að skila sjö milljörðum króna í ríkiskassann. Daði segir að nýtt fyrirkomulag sé ekki ósvipað því sem áður hefur verið kynnt.

Í samtali við RÚV segir Daði Már að vonir standa til að það geti orðið kannski á miðju ári.

,,Þetta er stór breyting. Hún þarf að fá kynningu, fólk þarf að skilja í hverju þetta felst. Þannig að það er mjög mikilvægt að þjóðin skilji að þarna er um breytingu að ræða sem er mikilvæg, nauðsynleg, sanngjörn og raunar óumflýjanleg,“ segir Daði.

Deila grein: