Sjálfkeyrandi bílar hafa lengi verið umræðuefni framtíðarinnar, en hvert erum við komin í þessari tækni? Það mætti segja að þetta sé orðið að raunveruleika en það eru sjálfkeyrandi leigubílar í ákveðnum borgum í Bandaríkjunum. Þetta eru flestir bílar undir fyrirtækinu Waymo sem sérhæfir sig í sjálfkeyrandi tækni. Þessir leigubílar starfa aðeins á lokuðu svæði sem er landfræðilega girt.
Mismunandi stig sjálfstýringar skoðaðir
SAE er stofnun sem vinnur að þróun tæknistaðla, eflir nýsköpun og passar upp á öryggi í bifreiða og flug bransanum. SAE hefur gefið út ramma sem skoðar mismunandi stig sjálfstýringar. Þessi rammi skiptist niður í sex stig; enginn sjálfvirkur akstur (0), aðstoð við ökumann (1), sjálfstýring að hluta (2), skilyrt sjálfstýring (3), mikil sjálfstýring (4) og full sjálfstýring (5).
Flestar bifreiðar á veginum í dag með annað stig sjálfstýringar
Flestar bifreiðar á veginum í dag eru með annað stig sjálfstýringar (sjálfstýring að hluta) og eru aðeins fá kerfi sem hafa náð stigi þrjú (skilyrt sjálfstýring). Hraðastýring er sem dæmi aðeins skilgreint sem stig eitt, fyrir marga ökumenn er þetta mikil þægindi.
Tesla Autopilot er skilgreint sem stig tvö þar sem bíllinn heldur sér við línurnar, í raun er hægt að taka hendurnar af stýrinu en þarf að fylgjast með veginum. Í stigi þrjú þá þarf ökumaður ekki endilega að fylgjast jafn mikið með veginum þar sem bíllinn skannar það sem hann hefur fyrir framan sig og les línurnar á veginum.
Vert er þó að taka fram að þessi tækni er enn í mikilli þróun. Það er betra að hafa alltaf augun á veginum og vera tilbúinn að grípa í stýrið.







