Bílaframleiðandinn Chevrolet var að kynna til leiks nýjan tvinn ofurbíl, Corvette ZR1X, núna á dögunum. Bíllinn er gríðarlega hraðskreiður með 5,5 lítra V8 vél með tvöfaldri túrbínu og auk þess er rafrænn mótor sem hjálpar honum að ná enn meiri krafti. Þessi öfluga vél með hjálp frá tvinnkerfinu skilar 1,250 hestöflum og er 2,0 sekúndur frá 0-100 km/klst, ekki að ástæðulausu að hann er kallaður ofurbíll.
Innanrými bílsins er mjög kappaksturslegt
ZR1X er virkilega fallegur og glæsilegur bíll í útliti. Framhluti bílsins er grimmilegur í útliti, hann nánast urrar á mann. Hliðarnar á bílnum eru með mjúkum sveigjum sem gæla við augað og afturendinn skilur mann eftir gapandi. Minnir á fallegt málverk sem maður helst dolfallinn yfir í marga klukkutíma. Innanrými bílsins er mjög kappaksturslegt, með allskonar tökkum og búnaði sem gerir aksturinn þægilegan fyrir ökumann.
Bíllinn verður ekki takmörkuð útgáfa sem erfitt verður að ná höndum á, heldur fer hann í almenna framleiðslu eins og restin af Corvette-línunni.