CONCEPT AMG GT XX definiert Performance neu: Technologieträger pulverisiert Weltrekorde in Serie | Nardò, 2025. // CONCEPT AMG GT XX redefines performance: Technology pioneer shatters record after record | Nardò, 2025.

Mercedes-AMG GT XX sló nýtt met

Lestími: < 1 mín

Bílaframleiðandinn Mercedes og AMG voru að kynna nýjan rafmagns hugmyndabíl, svo nefndan AMG GT XX. Í síðustu viku var bíllinn prufukeyrður á Nardò kappakstursbrautinni á Ítalíu. Hugmyndabíllinn sló nýtt met og er fyrsti rafmagnsbíllinn til að keyra 5.479 km á sólahring. Gamla metið átti XPeng P7 en það var 1,518 km undir því sem Mercedes náði. 

Það voru tveir bílar sem óku brautina og 17 kappakstursökumenn tóku þátt í þessu verkefni, meðal annars Formúlu 1 ökumaðurinn George Russell. Þetta verkefni stóð yfir í sjö daga, 13 klukkutíma, 24 mínútur og sjö sekúndur. Bílarnir tveir komust yfir marklínuna með aðeins 25 km millibili.

Þegar þessu ævintýri lauk þá höfðu báðir bílarnir keyrt 40,075 km í sitthvoru lagi og er annað met sem Mercedes sló. Bíllinn var meira og minna á veginum og stoppaði eingöngu til þess að hlaða. Samkvæmt heimildum var notuð 850kW hraðhleðsla sem þýðir að hann getur náð 400 km í hleðslu á fimm mínútum.

Deila grein: