Nýr MGS5 rafmagnsjeppi með 465 km drægni

Lestími: < 1 mín


Bílaframleiðandinn MG eru að gefa út nýjan og spennandi rafmagnsbíl sem kallast MGS5. Þetta er nýjasta jeppa kynslóðin hjá MG. Hann er með allt að 465 km drægni, samkvæmt WLTP staðlinum. Einnig er hann sérstaklega hannaður til þess að hámarka nýtingu rafhlöðunnar, lágmarka þyngd og fínstilla öll afköst.

Undirvagn bílsins er léttur og þyngdardreifingin er nákvæm sem er MGS5 stöðugan í akstri. Auk þess er fimm arma afturfjöðrun sem passar að það sé stöðugleiki á ójöfnum vegum og hámarkar þannig þægindi við akstur.

Það er ný rafhlöðutækni sem skilar meiri afköstum,  endingartíminn er lengri og rafhlaðan tekur minna pláss. Rafhlaðan er 64 kWh og er hægt að hlaða hana með DC hraðhleðslu frá 10% í 80% á 28 mínútum.


Innanrýmið er rúmgott og má finna vandaða innréttingu, sem eykur þægindi fyrir ökumann og farþega. Farangursrýmið er 453 lítrar en 1.441 lítrar þegar aftursætin eru lögð niður. MGS5 er fáanlegur 360° myndavél og er búinn háþróuðu akstursaðstoðarkerfi sem gerir aksturinn öruggan og þægilegan.

 Ökumaðurinn er undirbúinn fyrir hvað sem er með Advanced Driving Assistance Systems (ADAS). Kerfið sameinar öryggis eiginleika, eins og blindsviðsskynjunina (Blind Spot Detention) og sérstaka aðvörun um umferð þegar ökumaður ætlar að bakka (Rear Cross Traffic Alert).

Auk þess er nútímabúnaður eins og aðgangsstýring með snjallsíma, lykillaust aðgengi, upphitaðir hliðarspeglar, hiti í stýri og í framsætum. Það er einnig búnaður eins og Apple CarPlay og Android Auto.

Deila grein: