Dua Lipa er ensk-albönsk söngkona og er gríðarlega vinsæl í tónlistarsenunni. Hún er þekkt fyrir marga vinsæla smelli eins og Houdini og One Kiss. Söngkonan hannaði á dögunum dásamlegan Porsche 911 GT3 RS í grænum og appelsínugulum lit með dass af svörtum og rauðum. Litasamsetningin er einstök og skemmtileg og minnir á fallegt sólsetur miðjarðarhafsins.
Bíllinn er kallaður Dua Lipa Rennstall, en rennstall þýðir kappaksturslið á þýsku. Því miður þá er söngkonan ekki að keppa í neinum kappakstri á næstunni. Hún fékk þó að upplifa einstakan akstur á sportbílnum á kappakstursbrautinni í Mónakó, sem er eins sú frægasta í kappaksturs heiminum. Með því náði hún að upplifa þær sterku tilfinningar og adrenalín sem kappaksturs ökumenn finna fyrir.
Allur ágóðinn til góðgerðasamtakanna
Dua Lipa hefur gott auga fyrir hönnun bíla, sérstaklega einstakri litasamsetningu og vonandi sjáum við fleiri hönnunar bíla eftir hana. Þessi tiltekni bíll er til sölu á uppboði hjá RM Sotheby’s og fer allur ágóðinn til góðgerðasamtakanna, Sunny Hill Foundation, til að styðja við samfélög í Kósóvó og efla listir og menningu.
