Ein helsta áhættan í umferðinni er þegar bifreið er bakkað við ýmsar aðstæður. Einn af hverjum fjórum árekstrum við gangandi vegfarendur verður aftan við ökutæki. Samkvæmt gögnum frá þýska tryggingafélaginu Allianz valda bílastæðaárekstrar tjóni upp á um 4,5 milljarða evra á hverju ári. Núverandi kerfissamanburður frá Félagi þýskra bifreiðaeigenda, ADAC, sýnir að nútímatækni gæti komið í veg fyrir mörg af þessum atvikum.
Kerfi frá ýmsum framleiðendum hafa batnað umtalsvert
ADAC prófaði tíu mismunandi ökutæki með neyðarhemlunarkerfi (EBA) þegar bifreið er bakkað. Bílarnir framkvæmdu ýmis verkefni til að bera kennsl á kyrrstæðar og hreyfanlegar hindranir og sjálfkrafa hemlun áður en árekstur verður.
Kerfi frá ýmsum framleiðendum hafa batnað umtalsvert samanborið við fyrstu ADAC prófunina árið 2019, þegar ekkert ökutæki náði að klára öll verkefnin með góðum árangri. Nú greina fjórar af tíu gerðum (BMW, Volvo, Ford og VW) allar hindranir með neyðarhemlunarkerfum sínum og koma stöðugt í veg fyrir árekstra við fólk eða hluti.
Neyðarhemlunarkerfið aftan frá Hyundai stendur sig einnig vel, með aðeins minniháttar vandamál á lágum hraða (8 km/klst.). Sum kerfi þurfa enn að bæta sig en svo dæmi séu tekin er kerfi Mercedes er almennt áreiðanlegt. Hemlunarkerfi Skoda greinir sumar hindranir en bregst of seint við öðrum. Kerfi BYD bregst vel við gangandi vegfarendum og hjólreiðamönnum sem koma til hliðar en tekst ekki að stöðva fyrir kyrrstæðum hindrunum.
Kerfið gæti komið í veg fyrir um helming allra slysa
Samkvæmt gögnum Allianz gætu þessi kerfi komið í veg fyrir um helming allra slysa þegar bifreið er bakkað. Sum kerfi bjóða þegar upp á sterka og áreiðanlega vernd. ADAC mælir með því að framleiðendur setji þessi kerfi upp sem staðalbúnað. Í mörgum tilfellum eru nauðsynlegir skynjarar þegar innbyggðir, þannig að það væri einnig hagnýtur kostur að bæta við aðgerðinni með hugbúnaðaruppfærslu.
Ökumenn þurfa að vera fullvissir um að aðstoðarkerfið virki sjálfgefið í hvert skipti sem ökutækið er ræst. ADAC leggur einnig þunga áherslu á að uppsetning neyðarhemlunarkerfa sé skylda.