Hönnun bíla skiptir miklu máli, bæði tæknilegum ástæðum en einnig tískulegum. Bílatískan hefur breyst mikið á milli áratuga, sumir bílar eldast eins og fínt rauðvín á meðan aðrir eldast ekki vel. Hér eru tveir furðulegir bílar sem hafa ekki staðist tímans tönn.
Reliant Robin
Reliant Robin er lítill þriggja hjóla bíll framleiddur af Reliant Motor Company. Þó bíllinn lítur ekki út fyrir að vera rosalega öruggur þá fer hann ekki á hliðina í venjulegum akstri. Á sínum tíma var bíllinn var smíðaður með það í huga að þú þurftir bara mótorhjólapróf til þess að mega aka álíka bíl vegna þess að hann er þríhjóla og undir 450kg.
Það var ódýrara fyrir einstakling að reka bifreiðina en aðra “hefðbundna” bíla, vegna þess að þú borgaðir mótorhjóla skatt og tryggingar. Þrátt fyrir lítinn bíl er samt pláss fyrir fjóra farþega.
Fiat Multipla
Fiat Multipla hefur sérkennilegt útlit, í raun útlit sem fær mann til þess að stara og velta því fyrir sér hvaða tískuslys átti sér stað. Fiat Multipla var framleiddur á árunum 1998 til 2010 og er talinn af mörgum vera einn ljótasti bíll sem hefur verið smíðaður.
Þrátt fyrir áhugavert útlit þá er bíllinn sex sæta með góðu plássi og hentar því vel sem fjölskyldubíll. Bíllinn er barn síns tíma og hefur sennilega litið vel út á sínum tíma, en því miður er hann hallærislegur í samanburði við nútíma bíla.
