William Martin Joel, betur þekktur undir listamannsnafninu Billy Joel, er amerískur söngvari og píanisti. Hann hefur átt farsælan tónlistarferil og er stundum þekktur undir gælunafninu Piano man, sem er tilvitnun í eitt frægasta lagið hans með sama nafni.
Söngvarinn hefur snert inn á allskonar tónlistarstefnur en í lögunum hans má finna R&B, rokk og popp. Hann á mörg fræg og góð lög og þar má nefna t.d. Uptown Girl, Vienna og New York State of Mind.
Þrátt fyrir að vera stór í tónlistarsenunni þá er Billy mikill bíla- og mótorhjóla áhugamaður. Hann virðist ekki vera mikið fyrir áberandi sportbíla heldur má frekar finna klassíska bíla í safninu. Í bílskúrnum hans má finna 1973 Audi Fox, 1973 Volkswagen bjöllu, 1967 Citroen 2CV og Jaguar Mark II.
1962 Jaguar Mark II
Billy á mjög fallegan og klassískan Jaguar Mark II, sem er með þeim klassískustu í safninu hans. Jaguar Mark II voru smíðaðir frá árunum 1959 – 1967, en árið 1962 voru smíðaðir í kringum 4400 bílar. Bíllinn er búinn 3,8 lítra vél sem skilar 220 hestöflum og er í kringum 9 sekúndur frá 0-100. Það er ekki slæmt fyrir svona klassískan gullmola.
1967 Citroen 2CV
Þennan fallega Citroen keypti Billy fyrir þáverandi konuna sína árið 1990, flestar stjörnur myndu sennilega kaupa sportbíla fyrir eiginkonur sínar, en ekki Billy. Hann gekk þó í gegnum margt til að ná höndum á bílnum, en það var aðeins einn maður í Bandaríkjunum sem flutti svona bíl inn á þessum tíma. Óheppilega lenti söngvarinn svo í bílslysi á bílnum árið 2004 þegar hann var að sækja pítsu. Kannski var einhver gömul bölvun á bílnum.

Þennan fallega Citroen keypti Billy fyrir þáverandi konuna sína árið 1990
