Lando Norris heimsmeistari í Formúlu 1

Lestími: < 1 mín

Lando Norris, 26 ára ökumaður hjá McLaren, vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil í Formúlu 1 í Abu Dhabi um helgina. Hann endaði keppnina í þriðja sæti en það var nóg til að tryggja heimsmeistaratitilinn. Norris er 11. bretinn sem vinnur titil. 

Formúlan ekki verið svona spennandi lengi

Það var mikil spenna fyrir keppnina og allt var opið. Það voru tveir aðrir keppendur sem áttu séns á að vinna titilinn, en það voru þeir Max Verstappen hjá Red Bull og Oscar Piastri hjá McLaren. Síðast þegar þrír eða fleiri ökuþórar voru að berjast um titilinn alveg í lokin var árið 2010 og þar áður árið 2007. Það er langt síðan keppnin var svona spennandi.

Norris byrjaði keppnina í öðru sæti, á eftir Verstappen og á undan liðsfélaga sínum Piastri. Norris missti þó annað sætið fljótlega á fyrsta hring en hélt þriðja sætinu næstu 58 hringi. Norris þurfti að lenda í fyrsta, öðru eða þriðja sæti til að tryggja sigurinn og mátti því ekki missa þriðja sætið.

,, Ekki grátið í langan tíma“

,,Ég hef ekki grátið í langan tíma. Ég hélt að ég myndi ekki gráta en ég gerði það,” sagði Norris eftir sigurinn. ,,Þetta er ótrúleg tilfinning. Nú veit aðeins hvernig Max líður. Ég vill óska Max og Oscar til hamingju, tveimur stærstu keppinautum mínum allt tímabilið”.

Næsta keppnis tímabil hefst 6. mars, 2026.

Deila grein: