Einstakur Toyota Hilux tekur þátt í Dakar rally

Lestími: < 1 mín

Toyota afhjúpuðu á dögunum Hilux sem mun taka þátt í Dakar rally. Þessi Hilux er samt ekkert líkur þeim pallbíl sem við sjáum á götunum. Bíllinn er byggður á níundu kynslóð pallbílsins og er kallaður DKR GR Hilux.

Toyota og Overdrive Racing hafa unnið saman að þessu verkefni. DKR GR Hilux hefur nýjan undirvagn sem dregur úr þyngd og eykur stífleika í snúningi (e. torsional stiffness). Það er því auðveldara að þjónusta bílinn ef eitthvað kemur upp á, sem sparar mikinn tíma.

Aksturinn í Dakar keppninni er 4.800 km

Rallybíllinn mun fá styrktan gírkassa sem er hannaður sérstaklega til að þola 15 daga álagið í Dakar keppninni, þar sem aksturinn er í kringum 4,800 km. Fyrir fyrsta keppnisdag þá mun DKR GR Hilux fara í gegnum prófunarferli þar sem hægt verður að gera breytingar á seinustu stundu ef eitthvað fer úrskeiðis.

Toyota Gazoo Racing hefur ekki gefið út neinar upplýsingar varðandi vélina á bílnum. Í síðustu keppni sem var í byrjun árs 2025, fékk pallbíllinn lánaða 3,5 lítra V6 vél frá Land Cruiser sem framleiddi 354 hestöfl og 620 Nm togkraft. 

DKR GR Hilux er ekki löglegur á almennum vegum en það eru orðrómar um að götuskráð útfærsla, með númeraplötum, kemur á næsta ári.

Deila grein: