Bruce Springsteen er nafn sem margir þekkja vel enda einn þekktasti rokkari okkar tíma. Hann hefur átt langan og farsælan feril og m.a. gefið út 21 plötu á sex áratugum en platan Born in the U.S.A. er lang vinsælust. Bruce er mikill bílaáhugamaður og á glæsilegt safn af flottum og skemmtilegum bifreiðum. Í safninu hans má m.a. Finna 1970 Ford F-100, 1963 Chevrolet Impala, 1969 Chevrolet Camaro SS og fallegan 1960 Chevrolet C1 Corvette.
1970 Ford F-100
Ford F-100 er gauralegur pallbíll og er það kannski ekki skrítið að töffari eins og Bruce skyldi eiga slíkan bíl. Söngvarinn heldur mikið upp á bílinn og finnst gaman að taka hann í akstur. Það virðist vera að saga ameríska trukksins hafi sterk áhrif á Bruce. F-100 kemur með 4,0 lítra sex sílindra vél sem skilar 165 hestöflum, sem er nokkuð gott fyrir klassískan bíl.
1969 Chevrolet Camaro SS
Einn af uppáhalds Chevrolet bílunum hans Bruce er 1969 Camaro SS og á hann slíkan glæsivagn. Í laginu Racing in the Street vitnar hann í 1969 Chevrolet og er það líklega Camaro SS. Það er talið að þessi klassíski Camaro er með 4,9 lítra V8 vél undir vélarhlífinni og skilar 290 hestöflum.
1960 Chevrolet C1 Corvette
Annar gullmoli í safni Bruce er Chevrolet C1 Corvette. Hann keypti bílinn árið 1977, samkvæmt heimildum, eftir velgengni plötunnar Born to Run sem kom út árið 1975. Þessi bíll er í uppáhaldi hjá söngvaranum og eru sterk tilfinningaleg tengsl þarna á milli. Bíllinn er búinn 4,6 lítra V8 vél og skilar 283 hestöflum.

